Menntunarkröfur seðlabankastjóra

Pæling! 

Hvað er að því farið sé fram á að æðsti maður seðlabankans sé hagfræðingur. Það þætti væntanlega undarlegt ef forseti hæstaréttar væri ekki löglærður maður?


mbl.is Menntunarkröfur rýmkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert af því að hann sé hagfræðingur en krfan var að hann hefði masterspróf í hagfræði.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 13:00

2 identicon

Það er alls enginn trygging fyrir því að maðurinn sé með common sense, þó svo að hann hafi meistarpróf í hagfræði.

Það er nóg að sprenglærðum hagfræðingum í Seðlabankanum og hægt að nota þá til þeirra verka sem þarf.

Margir af menntuðustu hagfræðingum landsins og heimsins hafa kynnt undir vitleysuna og eiga stóran þátt í kreppunni og efnahagshruni bankakerfis heimsins.

Gunnar Tómasson fullorðin hagfræðingur af gamla skólanum sem marg varaði við uppbyggingu þessarar banka- og peningamálastefnu sem vesturlönd hafa keyrt á undanfarna áratugi sagði í Silfri Egisl um daginn að hagfræðimenntun síðustu 30 til 40 ára væri handónýt og ætti heima á ruslahaugum sögunar. 

Þess vegna má segja að allar núlifandi kynslóðir hagfræðinga sem enn eru á starfsaldri séu með handónýta menntun og ættu alls ekki að koma nálægt því að byggja upp ný efnahagskerfi.

Nær væri að taka sérstaklega fram að hinn nýji Seðalabankastjóri mætti alls ekki hafa neina hagfræðimenntun.

Reynsla og þátttaka í stjórnmálum ætti reyndar að vera stór kostur fyrir menn í svona mikilvægu stjórnunarstarfi.

En við erum svo skrýtin hér að við viljum helst alltaf henda okkar stjórnmálamönnum þegar við höfum sagt þeim upp þingsæti.

Davíð er þó þannig stjórnmálamaður og skringileg persóna að hann er svo ófyrirleitinn og alltaf með sín flokkspólitísku gleraugu á öll mál að hann er því miður ekki hæfur í svona mikilvægt starf eins og að vera Seðlabankastjóri.

Það á alls ekki við um alla sem hafa gengt stjórnmálastarfi.

Hjá flestum sem gengt hafa stjórnmálastarfi, þroskar það þá og eykur þeim víðsýni og umburðarlyndi, en það á því miður ekki við ólíkindartólið Davíð Oddsson. 

Þess vegna á alls ekki að útiloka menn frá því að geta orðið Seðlabankastjórar þó svo að þeir hafi lagt á sig að hafa tekið þátt í stjórnmálum á Íslandi, þvert á móti.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 13:05

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hagfræðimenntun er síst af öllu trygging fyrir geðheilbrigði viðkomandi!

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2009 kl. 14:45

4 identicon

Guð minn almáttugur, Gunnlaugur.

Það er heldur djúpt í árina tekið að segja að hagfræðimenntun undanfarinna 30-40 ára sé handónýt. Hlutar hennar eru frekar dubious, en að megninu til er þetta afbragðsmenntun, að minnsta kosti ef þú ert ekki einn af þeim sem að forðast alla 'erfiðu' kúrsana.

Ekki er ég sjálfur hagfræðingur, en í mínu verkfræðinámi tók ég nokkra masters kúrsa í hagfræði sem val, auk þess sem ég hef haft gaman af því að lesa mér til um ákveðnar hliðar hagfræðinnar, mér til gamans.

Þeir kúrsar sem ég tók, sem hluta af mínu masters námi í verkfræði, eru enn i fullu gildi í dag. Að segja að þeir séu úreltir er svipað því að segja við verkfræðing að þyngdarlögmálið sé úrelt og að allir geti flogið með því einu að veifa höndunum.

Hvað faglærðan mann í ýmis embættisstörf varðar. Það er svo útúrsýrður hugsunarháttur að halda því fram að pólitíkusar geti sinnt hvaða jobbi sem er, jafnvel án nokkurrar menntunar á tilgreindu sviði, einfaldlega vegna þess að þeir geta einfaldlega haft ráðgjafa til að segja sér hvað á að gera.

Veistu það Gunnlaugur, ég þekki ýmsa 'ráðgjafa' hins opinbera. Ég þekki verkfræðimenntað fólk sem hefur verið að ráðleggja sumum af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar undanfarin ár og jafnvel áratugi. Þeir segja ALLIR sömu söguna. Þingmenn og pólitíkusar hlusta einfaldlega á það sem þeir vilja. Þeir skilja ekki meirihluta þeirra gagna og skýrsla sem lagður er fyrir þá og byggja sínar skoðanir yfirleitt á tilfinningalegum forsendum, en ekki vísindalegum.

Þegar hópur ráðgjafa segir ráðherra að það séu engin góð rök fyrir því að byggja göng á milli einhverra krummaskuða úti á landi, fyrir fleiri, fleiri milljarða, þá skiptir það pólitíkusinn yfirleitt ekki máli. Þetta var kosningaloforð sem að kom honum á þing og hann ætlar sér svo að standa við það, sama hversu galið verkið er.

Davíð Oddsson í Seðlabankanum einangraði sig smám saman frá reyndustu og bestu hagfæðingum bankans. Hann hafði sínar eigin hugmyndir um hvað ætti að gera og sankaði að sér já-mönnum. Smám saman minnkaði þessi hópur já-manna og að lokum var hann kominn með frekar fáránlegt gengi í kringum sig. Þekki ég suma af þessum mönnum persónulega. Eins góður og Davð er að taka við ráðleggingum, um leið og einhver talar á móti einhverju sem hann VIRKILEGA vill, þá er sá maður látinn fjúka úr hans 'inner circle' og á enga leið til baka. Kannski virkar þetta í pólitík, en að ignorea suma af bestu hagfræðingum landsins á þessum forsendum var ekkert nema helber heimska.

Fjármálaráðherrar, Viðskiptaráðherrar og Iðnaðarráðherrar eiga að hafa Hagfræði- eða Verkfræðimenntun.  Enginn ætti að taka að sér neinn ráðherrastól nema að hann hafi uppfyllt ákveðnar menntunarkröfur, sem að tengjast þá þeim ráðherrastól beint. Að menn eins og Árni Matthíssen eða Steingrímur J. Sigfússon skuli nokkurn tíman hafa verið álitnir góðir kostir í þau ráðherraembætti sem þeir tóku og hafa tekið sér fyrir hendur er hneisa. Þetta sýnir að við höfum ekkert lært af ráðningu Davíðs í seðlabankastjórastól.

Steingrímur skilur ekki bofs í verkfræði- eða hagfræðiútreikningum. Hann á aldrei eftir að taka sínar ákvarðanir út frá neinu öðru en sinni eigin tilfinningu á hlutunum, alveg eins og ráðherrar undanfarinna áratuga. Það skiptir litlu hversu mikla helvítis vinnu ráðgjafar þeirra leggja í að reikna allan andskotann út fyrir sína ráðherra, þeir skilja aldrei neitt í því sem lagt er fyrir þá. Veistu hvað, Gunnlaugur, þessi ömurlega hugmynd þín um að menntunarkröfum eigi að líta fram hjá er einmitt einn helsti, ömurlegasti galli íslenskrar stjórnsýslu og það er fáránlegt að fólk hafi ekki áttað sig á því enn.

Kveðja,

Einn bitur Verkfræðingur

Þór (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 16:55

5 identicon

Wow, fyrirgefið þessa 'Wall of Text' innfærslu mína. Það virðist ekki vera hægt að  hafa bil á milli lína á þessu bloggi.

Eða hvað?

Þór (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 16:57

6 identicon

(Smá test til að reyna að láta þetta líta læsilega út. Fyrirgefðu spammið, Ó. Guðmundsson, ef þetta mistekst. Þá máttu bara eyða þessu út.)

.

.

-----------------------------------------------------------

Guð minn almáttugur, Gunnlaugur.

.

.

Það er heldur djúpt í árina tekið að segja að hagfræðimenntun undanfarinna 30-40 ára sé handónýt. Hlutar hennar eru frekar dubious, en að megninu til er þetta afbragðsmenntun, að minnsta kosti ef þú ert ekki einn af þeim sem að forðast alla 'erfiðu' kúrsana.

.

.

Ekki er ég sjálfur hagfræðingur, en í mínu verkfræðinámi tók ég nokkra masters kúrsa í hagfræði sem val, auk þess sem ég hef haft gaman af því að lesa mér til um ákveðnar hliðar hagfræðinnar, mér til gamans.

.

.

Þeir kúrsar sem ég tók, sem hluta af mínu masters námi í verkfræði, eru enn i fullu gildi í dag. Að segja að þeir séu úreltir er svipað því að segja við verkfræðing að þyngdarlögmálið sé úrelt og að allir geti flogið með því einu að veifa höndunum.

.

.

Hvað faglærðan mann í ýmis embættisstörf varðar. Það er svo útúrsýrður hugsunarháttur að halda því fram að pólitíkusar geti sinnt hvaða jobbi sem er, jafnvel án nokkurrar menntunar á tilgreindu sviði, einfaldlega vegna þess að þeir geta einfaldlega haft ráðgjafa til að segja sér hvað á að gera.

.

.

Veistu það Gunnlaugur, ég þekki ýmsa 'ráðgjafa' hins opinbera. Ég þekki verkfræðimenntað fólk sem hefur verið að ráðleggja sumum af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar undanfarin ár og jafnvel áratugi. Þeir segja ALLIR sömu söguna. Þingmenn og pólitíkusar hlusta einfaldlega á það sem þeir vilja. Þeir skilja ekki meirihluta þeirra gagna og skýrsla sem lagður er fyrir þá og byggja sínar skoðanir yfirleitt á tilfinningalegum forsendum, en ekki vísindalegum.

.

.

Þegar hópur ráðgjafa segir ráðherra að það séu engin góð rök fyrir því að byggja göng á milli einhverra krummaskuða úti á landi, fyrir fleiri, fleiri milljarða, þá skiptir það pólitíkusinn yfirleitt ekki máli. Þetta var kosningaloforð sem að kom honum á þing og hann ætlar sér svo að standa við það, sama hversu galið verkið er.

.

.

Davíð Oddsson í Seðlabankanum einangraði sig smám saman frá reyndustu og bestu hagfæðingum bankans. Hann hafði sínar eigin hugmyndir um hvað ætti að gera og sankaði að sér já-mönnum. Smám saman minnkaði þessi hópur já-manna og að lokum var hann kominn með frekar fáránlegt gengi í kringum sig. Þekki ég suma af þessum mönnum persónulega. Eins góður og Davð er að taka við ráðleggingum, um leið og einhver talar á móti einhverju sem hann VIRKILEGA vill, þá er sá maður látinn fjúka úr hans 'inner circle' og á enga leið til baka. Kannski virkar þetta í pólitík, en að ignorea suma af bestu hagfræðingum landsins á þessum forsendum var ekkert nema helber heimska.

.

.

Fjármálaráðherrar, Viðskiptaráðherrar og Iðnaðarráðherrar eiga að hafa Hagfræði- eða Verkfræðimenntun.  Enginn ætti að taka að sér neinn ráðherrastól nema að hann hafi uppfyllt ákveðnar menntunarkröfur, sem að tengjast þá þeim ráðherrastól beint. Að menn eins og Árni Matthíssen eða Steingrímur J. Sigfússon skuli nokkurn tíman hafa verið álitnir góðir kostir í þau ráðherraembætti sem þeir tóku og hafa tekið sér fyrir hendur er hneisa. Þetta sýnir að við höfum ekkert lært af ráðningu Davíðs í seðlabankastjórastól.

.

.

Steingrímur skilur ekki bofs í verkfræði- eða hagfræðiútreikningum. Hann á aldrei eftir að taka sínar ákvarðanir út frá neinu öðru en sinni eigin tilfinningu á hlutunum, alveg eins og ráðherrar undanfarinna áratuga. Það skiptir litlu hversu mikla helvítis vinnu ráðgjafar þeirra leggja í að reikna allan andskotann út fyrir sína ráðherra, þeir skilja aldrei neitt í því sem lagt er fyrir þá. Veistu hvað, Gunnlaugur, þessi ömurlega hugmynd þín um að menntunarkröfum eigi að líta fram hjá er einmitt einn helsti, ömurlegasti galli íslenskrar stjórnsýslu og það er fáránlegt að fólk hafi ekki áttað sig á því enn.

.

.

Kveðja,

.

Einn bitur Verkfræðingur

Þór (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 17:02

7 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ósköp ertu bitur, kæri Þór. Ég nennti reyndar ekki að lesa alla langlokuna þína en "skannaði" hana svo ég held að ég hafi náð meginefninu að mestu leyti.

Svo þér finnst skorta fagmennsku hjá ráðherrum? Einmitt, já. Tilteknir ráðherrar eiga að hafa verkfræði- eða hagfræðimenntum. Bitur verkfræðingur greinilega orðinn hæfur kandidat.

Hvað þá með dómsmálaráðherra? Hann þarf þá væntanlega að vera lögfræðingur. Vandamálið er að hann er jafnan kirkjumálaráðherra líka. Þá þyrftum við að finna guðfræðimenntaðan lögfræðing svo öllu væri til haga haldið, ekki satt?

Hvað með sjávarútvegsráðherra? Á að gera kröfu til þess að hann sé fiskifræðingur eða myndi sjávarlíffræðingur líka uppfylla kröfuna? Hvað með skipstjóra??? Æi, já, sjávarútvegsráðherra er einnig landbúnaðarráðherra. Hvað með búfræðing, sem hefur tekið kúrsa í fiskeldi? Væri hann hæfur að mati verkfræðingsins? Úps, ég gleymdi, hann gæti líka verið iðnaðarráherra og sem slíkur farið með málefni ferðaþjónustunnar. Hmm, nú er vandi, kæri birti vinur. Eigum við að reyna að finna sjávarlíffræðing, sem einnig er búfræðingur, með meistarabréf í húsasmíði og leiðsögumannspróf... eða rútupróf? Vandfundinn maðurinn sá, karl eða kona.

Svo er það heilbrigðisráðherrann. Samkvæmt menntunarkröfu þinni ætti hann náttúrulega að vera læknir. Eða hvað? Kannske hjúkrunarfræðingur gæti líka sinnt starfinu... jafnvel sjúkraliði. En hvorki bókmenntafræðingur né arkitekt. Ó, nei.

Það vill til, kæri Þór, að hámenntaðir menn, karlar og konur, eiga oft til að lokast inni í fangelsi þeirra kenninga sem þeir hafa ánetjast og verða það sem kallað er "fagidíótar". Á lífsins leið hefur maður lært að menntun og skynsemi þarf alls ekki að fara saman, þó slíkt sé heldur ekki útilokað. Er ekki einfaldast að reyna að koma skynsömum manni í ráðherrastólinn, án allrar kröfu um próf og einkunnir, og láta honum eftir að leita álits og ráða hjá bitrum verk- og hagfræðingum og meta síðan þeirra framlag af skynsemi?

Við skulum forðast að koma á einhverju "fræðingaveldi". Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Auk þess sem við skulum hafa í huga að lærðustu hagfræðingar unnu hjá bönkunum, sem hrundu og voru "útrásarvíkingunum" til ráðgjafar. Hagfræðingar, sem fagstétt, eru ekki í miklum metum þessa dagana... alla vega ekki hjá ykkar einlægum.

Hana nú, gerðist ég sekur um langloku. Afsakið.

Emil Örn Kristjánsson, 18.2.2009 kl. 23:26

8 identicon

Sæll Emil Örn,

.

.

Of mikið af peningum hins opinbera undanfarin ár (og vísast til lengur) hefur verið eytt í verk sem að meika engan sense út frá neinum fjárhagslegum rökum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að ráðgjafar ráðherra og alþingismanna hafi verið að leggja fram skírslur sem að benda þeim á þetta.

.

.

Oftast skilja ráðherrarnir ekki þau gögn sem lögð eru fyrir þau frá... 'fagidíótum', eins og þú svo smekklega orðaðir það. Þeirra hugmyndir um hvað skal og ekki skal gera byggist of oft á þeirra 'tilfinningu' fyrir hlutunum, en ekki neinum útreikningum. Ákveðið var að ráðast, sem dæmi, í göng á Austfjörðum fyrir ekki svo mörgum árum upp á fleiri, fleiri milljarða sem að aldrei munu borga sig upp. Það var ljóst alveg frá upphafi að þarna væri að fleygja peningum ríkisins í hafið fyrir ekkert annað en pet-project þingmanna frá þessum landshluta. Svipað hefur verið uppi á teningnum í mörg ár.

.

.

Annað gott dæmi er ráðstefnu- og tónlistarhús við höfnina. Stór og góð skírsla var unnin sem sýndi fram á að þetta væri, í sannleika sagt, glapræðisverk. Ráðgjöfum var ýtt til hliðar, hugsjónir tóku völdin og peningum var brennt.

.

.

Emil Örn, barnabókahöfundar, dýralæknar, hjúkrunafræðingar, stjórnmálafræðingar og þar fram eftir götunum tilheyra einfaldlega þeim hópum samfélagsins sem að er álíka klár með peninga og vitleysingarnir sem stjórnuðu viðskiptabönkunum undanfarin ár. Það þarf einungis að líta á fjármál ríkisins, sem og fjármál bankanna, til að sjá hversu ömurlegar afleiðingar það getur haft í för með sér að ráða ekki REYNSLUMIKIÐ fólk í yfirstjórn fjármála. Bönkunum var að mestu leiti stjórnað af vitleysingum sem höfðu enga reynsla, en óbilandi trú á sjálfum sér. Þeir keyrðu allt í kaf.

.

.

Fjármála- og Viðskiptaráðuneytunum var einnig stjórnað af fólki sem að hafði enga reynslu, en hafði alveg eins og bankamennirnir óbilandi trú á sjálfum sér. Svo gríðarlegum fjármunum hefur verið eytt í vitleysu undanfarin ár af þessum ráðuneytum að því nær engri átt.

.

.

Já, Emil, mér finnst að 'fagidíótar', fólk sem að hefur ekki einungis menntun, heldur gríðarlega reynslu á sínu sviði, eigi að vera við stjórnvölin á tengdum ráðuneytum. Eins góður maður og Steingrímur án efa er, þá hefur hann satt best að segja ekki hundsvit á fjármálum og enga reynslu. Hann er álíka gagnslaus í sínu ráðuneyti og Davíð Odsson er sem seðlabankastjóri og Árni Matt var í sínu jobbi.

.

.

Þeir þufa að leggja traust sitt á ráðgjafa til að hafa hugmynd um hvað er og hvað er ekki gott að gera. Málið er að þeir láta álit ráðgjafa yfirleitt sem vind um eyru þjóta nema þær falli vel að þeirra eigin plönum. Ég veit ekki hversu mikið af fólki þú þekkir sem vinnur reglulega skírslur fyrir hið opinbera, en ég þekki þá marga. Þeim finnst vinna þeirra oftar en ekki vera tilgangslaus því að sérfræðimat þeirra er svo oft ýtt undir borðið og jafnvel utanaðkomandi aðilar fengnir mörgum sinnum til þess að vinna að málinu, þar til loks birtist skírsla sem að styður álit ráðherra. Skiptir þá litlu þó einungis einn af 5 hafi stutt hans álit, öllum hinum er ýtt undir borðið og þessi fimmti er notaður til að styðja tillögur ráðherra.

.

.

Þetta er út í hött og þetta er svo mikil peningasóun að mér líður illa bara að hugsa út í það.  Sjórmálamenn upp til hópa virðast hafa hagsmuni sína og sinna framar hagsmunum þjóðarinnar hvað fjármál varðar. Það er eina skýringin sem ég hef fyrir þessari gegndarlausu eyðslu stjórnarmanna lands og borgar. Það er asnalegt að láta svona gríðarlegt magn sérfræðimata sér engu skipta þegar ákvarðanir um fjármál ríkis og sveitarfélaga eru teknar.

.

.

Ég trúi því virkilega að ef sérfræðimenntað fólk, sem að skilur virkilega þau möt sem lögð eru fyrir þau, eru ráðin til starfa að þá muni það taka meira mark á greinagerðum annarra sérfræðinga. Þetta mun vera fólk sem að hefur, vonandi, áratuga reynslu af því að vinna eftir svipuðum skírslum. Einstaklingar sem að vita gildi þess að hlusta á mat sérfræðinga.

.

.

Kveðkja,

Þór

Þór (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 00:56

9 identicon

"Við skulum forðast að koma á einhverju "fræðingaveldi". Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Auk þess sem við skulum hafa í huga að lærðustu hagfræðingar unnu hjá bönkunum, sem hrundu og voru "útrásarvíkingunum" til ráðgjafar. Hagfræðingar, sem fagstétt, eru ekki í miklum metum þessa dagana... alla vega ekki hjá ykkar einlægum."

.

.

Emil Örn, með ofansögðu sýnirðu að þú hefur ekki hundsvit á því sem þú ert að segja.

.

.

Hæfustu hagfræðingar landsins hrökkluðust margir hverjir frá bönkunum undanfarin ár, restin vinnur í miklu magni hjá æðri menntastofnunum landsins, sem og hjá Seðlabanka Íslands, eða þá erlendis (í töluverðum mæli).

.

.

Davíði Oddssyni gekk vel að einangra sig frá sumum af allra hæfustu hagfræðingum landsins einfaldlega af því að honum líkaði ekki þeirra mat á hlutunum. Það sama átti sér stað í viðskiptabönkunum, ungu kallarnir boluðu burt sumum af hæfustu hagfræðingum landsins.

.

.

Nei, Emil, hæfustu hagfræðingar landins eru búnir að vera að gagnrýna ríki, borg sem og bankana undanfarin ár. Fáir nenntu að hlusta á þá í góðærinu. Þessir menn eru hins vegar svo sannarlega að fá uppreisn æru þessa dagana og flestir þeirra eru mun hæfari en uppeldisfræðingar hvað rekstur fjármála ríkis og þjóðar varðar.

.

.

Segðu mér Emil, hversu mörgum skírlsum tókst þú mark á, eða nenntir einu sinni að leggja þér til lesturs, undanfarin ár sem að voru að spá nákvæmlega núverandi þjóðfélagsástandi mörgum misserum áður en við lentum í súpunni? Þetta er nákvæmlega það sem ég er að benda á. Flestum ráðamönnum þjóðarinnar var skítsam og skiptir þá litlu hvort við erum að tala um ráðherra, bæjarstjóra eða nokkuð þar á milli. Þetta er fólk sem að skilur ekki hagfræði, sér einfaldlega að það er góðæri og nennir ekki að hlusta á naysayers.

.

.

Ef þetta fólk hefði skilið hvað væri á ferð og nennt að hlusta á 'fagidíóta', þá hefðum við vísast til verið í betri stöðu í dag.

.

.

En nei, svo virðist vera að fólk hafði óbilandi trú á endalausu góðæri og öllum gagnrýnisröddum var ýtt undir teppið. Ísland var stórasta land í heimi og allir sem að sögðu annað voru annað hvort öfundsjúkir eða leiðindapúkar.

.

.

Kveðja,

Enn Bitur

Þór (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband